Karfan þín
ÍSLENSK HÖNNUN & FRAMLEIÐSLA

VINSÆLUSTU VÖRURNAR NÚNA!


Við erum með frekar stórar stærðir og mælum því með að skoða stærðartöfluna vel.
-
Ef einhverjar spurningar vakna - sendið okkur endilega skilaboð og við ráðleggjum ykkur stærð eftir bestu getu á hverri flík.

FÖT FYRIR KONUR Í ÖLLUM STÆRÐUM!

Við höfum alltaf lagt áherslu á það að hanna & framleiða fatnað fyrir konur í öllum stærðum & gerðum!

AÐEINS UM MIG ..

"Ég byrjaði ung að sauma, eða allveg frá því að mamma kenndi mér á saumavélina. Byrjaði að sauma bara til þess að sauma á sjálfa mig, fann aldrei fatnað sem passaði mér almennilega. Ég vildi hafa hann aðeins víðari hér - eða síðari þar. Stofnaði litla Facebook síðu 2015 og seldi þar í gegn fyrstu árin. Opnaði svo verslunina BRÁ í litlu 60fm verslunarhúsæði á Laugarvegi 35 árið 2017. Verslunin var það lítil að allir fatnaður sem var framleiddur var sniðinn upp á eldhúsborði heima hjá mömmu og svo mætti ég eldsnemma niður á Laugarveg þar sem ég hafði 2 litlar heimilisvélar til þess að sauma allt saman. Eftir 2 ár á Laugaveginum fluttum við í stórglæsilegt 200fm verslunarhúsnæði í Mörkinni 3 þar sem draumurinn um saumastofu rættist og nú fer meirihlutinn af framleiðslunni fram þar ásamt öll hönnun & prótótýpu vinna. Við framleiðum staka hluti erlendis til þess að taka álagið af okkur & þá getum við líka gert skemmtilegra flíkur sem eru ekki fjöldaframleiddar þar"
Bára Atladóttir

Aðhaldssamfellan okkar!

Aðhaldssamfellan okkar hefur verið vinsælasta flíkin okkar frá upphafi en hún veitir frábærann grunn undir hvaða flík sem er!
Sama hvort þig vanti smá aðhald – sleipann grunn undir aðrar flíkur eða einfaldlega fallegt blúnduhálsmál upp úr skyrtunni eða til þess að hækka flegið hálsmál!
Hún einfaldlega hentar við öll tilefni!

Tvisturinn

Tvisturinn er snið sem fæddist nýlega en hann tekur allt það besta úr öllum okkar vinsælustu sniðum.
Hann er aðsniðinn að ofan – með þröngum síðum ermum með, V-hálsmáli & svo kemur rykkt í mittið sem er aðeins oversized svo hægt er að dressa hann upp & niður til öll tækifæri!


Breytum & Bætum á staðnum!

Við erum með vinnustofuna & saumastofuna á sama stað og verslunin er staðsett & því getum við stytt – þrengt eða gert lítilsháttar breytingar á flíkunum á meðan þú hinkrar.*
Ef við getum ekki gert það á meðan þú bíður – þá geturu sótt flíkina tilbúna næsta virka dag!

*Á ekki við allann fatnað & aðeins gert á dagvinnutíma

Kíktu í heimsókn!

Share this: